FERÐAÞJÓNUSTUDAGURINN 2021
STJÓRNMÁLAUMRÆÐUR UM FERÐAÞJÓNUSTU
Stjórnmálaleiðtogar mættust í pallborði tíu dögum fyrir alþingiskosningar og ræddu stefnu flokkanna varðandi viðspyrnu ferðaþjónustunnar í beinni útsendingu frá Silfurbergi í Hörpu, undir yfirskriftinni Viðspyrna í ferðaþjónustu – samtal við stjórnmálin.
Í umræðunum var sjónum beint að því hvernig viðspyrnu í ferðaþjónustu verður háttað á kjörtímabilinu 2021-2025. Hverjar eru áherslur og áætlanir stjórnmálaflokkanna þegar kemur að málefnum ferðaþjónustunnar? Hvers má vænta af næstu ríkisstjórn þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni? Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að stuðla að viðspyrnu í ferðaþjónustu?
Þátttakendur í dagskrá Ferðaþjónustudagsins voru:
Ávarp
- Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Pallborðsumræður
- Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
- Björn Leví Gunnarsson, Píratar
- Guðmundur Auðunsson, Sósíalistaflokkurinn
- Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn
- Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingin
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn
- Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, stýrðu leiðtogaumræðunum sem tóku m.a. mið af Vegvísi um viðspyrnu í ferðaþjónustu sem hægt er að kynna sér á www.vidspyrnan.is.
Fundinum var sjónvarpað í beinni útsendingu á vefmiðlum SAF og hér að neðan er hægt að horfa á útsendinguna í heild, ásamt innslögum sem sýnd voru á fundinum:
Svipmyndir frá Ferðaþjónustudeginum 2021
Ferðaþjónustudagurinn 2021 fór fram í Hörpu 16. september þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna tóku þátt í lifandi pallborðsumræðum um ferðaþjónustuna og viðspyrnu í greininni á komandi kjörtímabili. Hér má sjá svipmyndir frá Ferðaþjónustudeginum 2021!
Ferðaþjónustudagurinn 2021 // Raddir félagsmanna 1/2
Ferðaþjónustudagurinn 2021 fór fram í Hörpu 16. september þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna tóku þátt í lifandi pallborðsumræðum um ferðaþjónustuna og viðspyrnu í greininni á komandi kjörtímabili. Hér má sjá félagsmenn í SAF fara yfir það sem stjórnmálin eiga að setja á oddinn á komandi kjörtímabili.
Ferðaþjónustudagurinn 2021 fór fram í Hörpu 16. september þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna tóku þátt í lifandi pallborðsumræðum um ferðaþjónustuna og viðspyrnu í greininni á komandi kjörtímabili. Hér má sjá félagsmenn í SAF fara yfir það sem stjórnmálin eiga að setja á oddinn á komandi kjörtímabili.